Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
U17 lagði Tyrkland - Sigurvegarar Telki Cup 2025
Mynd: KSÍ
U17 landslið karla vann Telki Cup í Ungverjalandi eftir sigur gegn Tyrklandi í lokaleiknum sem fór fram í dag.

Þetta er frábær árangur hjá strákunum sem byrjuðu æfingamótið á markalausu jafntefli við heimamenn.

Þeir sigruðu svo Írland í fyrradag og kláruðu mótið á sigri gegn sterku liði Tyrklands í dag.

   15.08.2025 11:04
U17: Fyrirliðinn skoraði sigurmarkið gegn Írum


Strákarnir okkar enda því með sjö stig eftir þrjár umferðir og vinna æfingamótið.

Matthías Kjeld og Aron Daði Svavarsson skoruðu mörkin í sigrinum gegn Tyrkjum.

   29.07.2025 14:39
Hópur U17 fyrir mót í Ungverjalandi - Einn úr 4. deildinni

Athugasemdir