Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Magni og Hvíti riddarinn í góðri stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það fóru fjórir leikir fram í 3. deildinni í gær þar sem Magni og Hvíti riddarinn skópu mikilvæga sigra í toppbaráttunni.

Magni hafði betur í Norðurlandsslag gegn Tindastóli en mönnum var afar heitt í hamsi.

Staðan var markalaus þegar Nikola Stoisavljevic og Tómas Örn Arnarson fengu báðir að líta beint rautt spjald á 77. mínútu.

Á lokamínútunum fékk Manuel Ferriol Martínez svo seinna gula spjaldið sitt í liði heimamanna og skömmu síðar var Gunnar Darri Bergvinsson rekinn af velli með seinna gula spjaldið sitt.

Leikmenn voru því 9 gegn 9 þegar komið var í uppbótartíma. Þar tókst Núma Kárasyni að skora sigurmark á 95. mínútu til að tryggja dýrmæt stig fyrir Magna.

Magni er á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 17 umferðir. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð.

Grenvíkingar eru einu stigi fyrir ofan Hvíta riddarann sem er í öðru sæti. Mosfellingar sigruðu 3-1 gegn Reyni Sandgerði í gær.

Sandgerðingar sitja eftir í fjórða sæti eftir þetta tap og þurfa núna á hálfgerðu kraftaverki að halda til að blanda sér í toppbaráttuna.

KV er í fimmta sæti eftir stórsigur á útivelli gegn KFK. Konráð Bjarnason, Tristan Alex Tryggvason og Samúel Már Kristinsson skoruðu tvennu hver í 7-1 sigri.

Að lokum hafði Árbær betur á útivelli gegn botnliði ÍH. Árbæingar sigla lygnan sjó í efri hlutanum ásamt Sandgerðingum og Vesturbæingum.

Magni og Hvíti riddarinn stefna því upp í 2. deild nema að Augnablik takist að blanda sér í baráttuna.

ÍH 2 - 4 Árbær
1-0 Ernir Darri Örvarsson ('20 )
1-1 Agnar Guðjónsson ('49 , Mark úr víti)
2-1 Benjamín Bæring Þórsson ('61 )
2-2 Daníel Gylfason ('65 )
2-3 Gunnar Sigurjón Árnason ('88 )
2-4 Jordan Chase Tyler ('90 )
Rautt spjald: Konrad Höj Madsson , ÍH ('48)

KFK 1 - 7 KV
0-1 Konráð Bjarnason ('22 )
0-2 Samúel Már Kristinsson ('40 )
0-3 Konráð Bjarnason ('55 )
0-4 Tristan Alex Tryggvason ('67 )
0-5 Tristan Alex Tryggvason ('69 )
1-5 Hörður Kárason ('81 )
1-6 Samúel Már Kristinsson ('81 )
1-7 Oddur Ingi Bjarnason ('81 )

Tindastóll 0 - 1 Magni
0-1 Númi Kárason ('95 )
Rautt spjald: Nikola Stoisavljevic, Tindastóll ('77)
Rautt spjald: Tómas Örn Arnarson, Magni ('77)
Rautt spjald: Manuel Ferriol Martínez, Tindastóll ('85)
Rautt spjald: Gunnar Darri Bergvinsson, Magni ('89)

Hvíti riddarinn 3 - 1 Reynir S.
1-0 Óðinn Breki Þorvaldsson ('24 )
1-1 Ólafur Darri Sigurjónsson ('27 )
2-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('38 )
3-1 Rikharður Smári Gröndal ('71 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Magni 17 12 2 3 36 - 20 +16 38
2.    Hvíti riddarinn 17 12 1 4 47 - 26 +21 37
3.    Augnablik 16 9 5 2 40 - 21 +19 32
4.    Reynir S. 17 7 5 5 37 - 37 0 26
5.    KV 17 7 4 6 55 - 40 +15 25
6.    Árbær 17 7 4 6 38 - 39 -1 25
7.    Tindastóll 17 7 2 8 37 - 29 +8 23
8.    KF 16 5 5 6 25 - 21 +4 20
9.    Ýmir 16 4 6 6 26 - 26 0 18
10.    Sindri 16 4 4 8 24 - 34 -10 16
11.    KFK 17 4 3 10 21 - 39 -18 15
12.    ÍH 17 1 1 15 26 - 80 -54 4
Athugasemdir
banner
banner