Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 15:38
Ívan Guðjón Baldursson
Þýski bikarinn: Simons skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrstu leikjum dagsins er lokið í þýska bikarnum þar sem eftirsóttur Xavi Simons lék allan leikinn með RB Leipzig. Chelsea hefur verið að reyna að kaupa hann í allt sumar.

Simons lagði upp og skoraði í sigri á útivelli gegn Sandhausen. Staðan var 2-2 í hálfleik og urðu lokatölur 2-4 fyrir Leipzig sem fer áfram í næstu umferð.

Dzenan Pejcinovic var þá atkvæðamestur í stórsigri Wolfsburg gegn Hemelingen. Pejcinovic skoraði þrennu í níu marka sigri og gerði Mattias Svanberg tvennu eftir að hafa komið inn af bekknum.

Lúkas Blöndal Petersson var ekki í hóp hjá Hoffenheim sem sigraði örugglega gegn Hansa Rostock. Max Moerstedt skoraði tvennu í 0-4 sigri.

Heidenheim lenti ekki í vandræðum með Bahlinger en Bochum og Hamburger SV lentu bæði í basli og þurftu framlengingu til að sigra sínar viðureignir.

Að lokum eru viðureignir hjá Nürnberg gegn Illertissen og St. Pauli gegn Norderstedt enn í gangi.

Staðan er 3-3 á lokamínútunum hjá Nürnberg á meðan St. Pauli er komið í framlengingu eftir markalausar 90 mínútur.

Freiburg, Hannover og Darmstadt mæta til leiks í seinni leikjum dagsins.

Sandhausen 2 - 4 RB Leipzig
1-0 Leon Ampadu ('3 )
1-1 Yan Diomande ('6 )
2-1 Jahn Herrmann ('18 )
2-2 Willi Orban ('23 )
2-3 Ezechiel Banzuzi ('80 )
2-4 Xavi Simons ('90 )

Hemelingen 0 - 9 Wolfsburg
0-1 Moritz Jenz ('13 )
0-2 Andreas Skov Olsen ('14 )
0-3 Lovro Majer ('39 , víti)
0-4 Dzenan Pejcinovic ('53 )
0-5 Mattias Svanberg ('61 )
0-6 Mattias Svanberg ('71 )
0-7 Vaclav Cerny ('72 )
0-8 Dzenan Pejcinovic ('76 )
0-9 Dzenan Pejcinovic ('81 )

Hansa Rostock 0 - 4 Hoffenheim
0-1 Wouter Burger ('37 )
0-2 Max Moerstedt ('71 )
0-3 Fisnik Asllani ('83 )
0-4 Max Moerstedt ('86 )

BFC Dynamo 1 - 3 Bochum
1-0 Jan-Rafael Shcherbakovski ('46 )
1-1 Noah Loosli ('86 )
1-1 Matus Bero ('94 , Misnotað víti)
1-2 Samuel Bamba ('106 )
1-3 Matus Bero ('119 )
Rautt spjald:Larry Oellers, BFC Dynamo ('81)
Rautt spjald: Rufat Dadashov, BFC Dynamo ('104)

Pirmasens 1 - 2 Hamburger
1-0 Yannick Griess ('52 )
1-1 Gui Ramos ('90 )
1-2 Ransford Konigsdorffer ('100 )

Bahlinger SC 0 - 5 Heidenheim
0-1 Leo Scienza ('9 )
0-2 Mathias Honsak ('34 )
0-2 Holger Bux ('58 , Misnotað víti)
0-3 Leo Scienza ('62 )
0-4 Mikkel Kaufmann ('77 )
0-5 Sirlord Conteh ('83 )

Illertissen 3 - 3 Nurnberg
1-0 Denis Milic ('2 )
2-0 Yannick Glessing ('43 )
2-1 Berkay Yilmaz ('65 )
2-2 Artem Stepanov ('78 )
2-3 Semir Telalovic ('88 , víti)
3-3 Tobias Ruhle ('90 )
UPPBÓTARTÍMI Í GANGI

Eintracht Norderstedt 0 - 0 St. Pauli
FRAMLENGING HAFIN
Athugasemdir
banner
banner
banner