Palace-mennirnir Eberechi Eze og Marc Guehi verða í byrjunarliðinu gegn Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðin eigast við á Stamford Bridge klukkan 13:00 í dag.
Tottenham er í viðræðum við Palace um Eze og var búist við því að hann yrði hvíldur í dag til þess að fyrirbyggja meiðsli og sömu sögu er að segja af Guehi.
Fyrirliðinn er sagður á leið til Liverpool og samkvæmt Fabrizio Romano eru viðræður í fullum gangi.
David Ornstein hjá Athletic og Romano segja báðir að Eze og Guehi verði með Palace gegn Chelsea í dag og gæti það mögulega verið þeirra síðasti leikur í Palace-treyjunni.
Oliver Glasner, stjóri Palace, mun væntanlega uppfæra stöðuna á leikmönnunum eftir leikinn í dag.
Athugasemdir