Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 12:47
Ívan Guðjón Baldursson
Kingsley Coman skiptir til Al-Nassr (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franski kantmaðurinn Kingsley Coman er búinn að skipta yfir til Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Al-Nassr borgar tæplega 30 milljónir evra til að kaupa þennan 29 ára gamla franska landsliðsmann sem hefur varið síðasta áratuginum hjá þýska stórveldinu FC Bayern.

Coman, sem átti ennþá tvö ár eftir af samningi hjá Bayern, gerir þriggja ára samning við Al-Nassr. Þar fær hann ofurlaun og borgar enga skatta. Hann mun mynda ógnarsterka sóknarlínu hjá Al-Nassr sem er einnig með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Joao Félix innan sinna raða.

Coman hefur enn upp á margt að bjóða innan vallar þar sem hann kom að 15 mörkum í 45 leikjum með Bayern á síðustu leiktíð.

Hann spilaði þrjá A-landsleiki með Frakklandi í fyrra en var byrjunarliðsmaður fyrir það. Mögulegt er að Coman sé búinn að spila sinn síðasta landsleik en hann vann til silfurverðlauna með Frökkum á EM 2016 og HM 2022.

   11.08.2025 23:20
Fá tæpar 30 milljónir fyrir Coman: „Here we go!"



Athugasemdir
banner