Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal og Man City klár með næstu stjóra sína?
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: EPA
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: EPA
Það er pressa á Mikel Arteta, stjóra Arsenal, fyrir komandi keppnistímabil. Hann hefur stýrt liðinu frá því í desember 2019 og þrátt fyrir að liðið hafi tekið skref fram á við undir hans stjórn, þá eru titlarnir ekki margir.

Arteta hefur stýrt Arsenal til sigurs í FA-bikarnum einu sinni og í Samfélagsskildinum tvisvar.

Þeir félagar, Gunnar Birgisson og Jón Kári Eldon, voru gestir í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum en þeir eru búnir að eyrnarmerkja næsta stjóra liðsins ef ekki gengur að vinna titla á næstunni.

„Ef það færi þannig að Arteta myndi ganga þarna út í fyrramálið þá er hann að skilja eftir sig svakalega sterkt og öflugt lið sem er fært um það að keppa um hvaða titil sem er," sagði Gunnar.

„Ef Arteta fer í næsta ævintýri sem verður líklegast Barcelona, þá er allt klárt fyrir Fabregas að koma inn," sagði Jón Kári.

Fabregas er fyrrum fyrirliði Arsenal en hann er dag stjóri Como á Ítalíu þar sem hann hefur getið af sér gott orð. Hann er mjög svo efnilegur stjóri.

„Maður var að binda vonir við Patrick Vieira en hann er ekki að fara að gera þetta. Maður lét sér líka dreyma um Thierry Henry en hann hefur strögglað sem þjálfari. Fabregas virðist vera að ná þessu," sagði Jón Kári jafnframt.

Kompany næsti stjóri City?
Hjá Manchester City er svipaðar pælingar þegar Pep Guardiola mun stíga frá borði, hvenær sem það verður. Þar er Vincent Kompany efstur á lista. Kompany er fyrrum fyrirliði City en hann er í dag stjóri Bayern München.

„Vonandi verður hann sem lengst," sagði Magnús Ingvason um Guardiola. „Rómantíkin hjá okkur er þegar hann hættir einhvern tímann að Kompany verði orðinn öflugur og komi þarna inn."

„Það er draumurinn, að fá Vincent Kompany þegar Guardiola hættir," sagði Davíð Eldur Baldursson, stuðningsmaður City.

Kompany lék undir stjórn Guardiola og dregur margar af sínum hugmyndum frá honum.

Hægt er að hlusta á báða þættina hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Núna ætlar Arsenal að elda
Enski boltinn - Oasis sneri aftur en mun City gera það líka?
Athugasemdir
banner