FHL er komið á blað í Bestu deild kvenna en fyrstu stigin komu loksins í 13. umferð er þær lögðu Fram að velli í Fjarðabyggðarhöllinni.
Embla Fönn Jónsdóttir, ungur markvörður FHL, stóð vaktina í markinu og var maður leiksins. Frábærlega gert hjá henni. Rósey Björgvinsdóttir stjórnaði vörninni eins og herforingi og Alexia Czerwien átti mjög góðan leik. Björgvin Karl Gunnarsson er þjálfari umferðarinnar.
Embla Fönn Jónsdóttir, ungur markvörður FHL, stóð vaktina í markinu og var maður leiksins. Frábærlega gert hjá henni. Rósey Björgvinsdóttir stjórnaði vörninni eins og herforingi og Alexia Czerwien átti mjög góðan leik. Björgvin Karl Gunnarsson er þjálfari umferðarinnar.

Það var markaflóð í þessari umferð þar sem það voru skoruð 27 mörk í 5 leikjum, meira en fimm mörk í leik. Flest mörk voru skoruð í Kaplakrika þar sem FH vann 5-3 sigur á Þór/KA en Thelma Lóa Hermannsdóttir gerði þrennu og Elísa Lana Sigurjónsdóttir heldur áfram að spila stórkostlega.
Þrenna Thelmu var ekki sú eina í þessari umferð því Jordyn Rhodes gerði þrennu í endurkomusigri Vals á Stjörnunni. Kolbrá Una Kristinsdóttir spilaði frábærlega með Val í leiknum og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var langbesti leikmaður Stjörnunnar - ekki í fyrsta sinn sem það gerist í sumar.
Breiðablik lagði Víking í hörkuleik, 2-4. Agla María Albertsdóttir heldur áfram að brillera og sömu sögu er að segja af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem er markahæsti leikmaður deildarinnar með tólf mörk.
Þá gerði Tindastóll 1-1 jafntefli við Þrótt og var Katherine Grace Pettet maður leiksins þar.
Fyrri lið umferðarinnar
Athugasemdir