Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Branthwaite á meiðslalistanum
Mynd: EPA
David Moyes, stjóri Everton, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að varnarmaðurinn Jarrad Branthwaite hefði meiðst á æfingu.

Hann vildi ekki gefa út neinn tímaramma en allavega er ljóst að hann verður ekki með í upphafi tímabils. Everton heimsækir Leeds á mánudaginn.

Fjölmiðlamenn höfðu frétt af því áður að Branthwaite hefði meiðst á æfingu og Moyes er ekki sáttur við það.

„Við þurfum að finna út hver það er sem er að leka þessum upplýsingum. Það er einhver hér innanhúss og við munum finna það út. Ég er ósáttur við þetta," segir Moyes.

Hann segir möguleika á að Vitaly Mykolenko, Nathan Patterson aog Harrison Armstrong verði klárir í leikinn á mánudag.
Athugasemdir
banner