Síðustu leikjum dagsins er lokið í þýska bikarnum þar sem Nürnberg og Hannover eru óvænt dottin úr leik á meðan St. Pauli þurfti vítaspyrnukeppni til að komast áfram.
B-deildarliðin Nürnberg og Hannover töpuðu óvænt fyrir Illertissen og Energie Cottbus sem leika í neðri deildum.
Nürnberg fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Illertissen á meðan Hannover tapaði í venjulegum leiktíma. Varnarjaxlinn Boris Tomiak klúðraði vítaspyrnu fyrir Hannover í 1-0 tapi.
St. Pauli tókst ekki að skora gegn Norderstedt fyrr en komið var í vítaspyrnukeppni eftir 120 mínútur af fótbolta. St. Pauli sótti án afláts í leiknum og átti í heildina 41 marktilraun án þess að skora.
Í vítakeppninni klúðruðu leikmenn St. Pauli fyrstu tveimur spyrnunum sínum en tókst þrátt fyrir það að sigra.
Darmstadt lagði Lubeck að velli og Freiburg sigraði gegn Lotte. Eren Dinkci og Lucas Höler skoruðu mörkin fyrir Freiburg.
16.08.2025 15:38
Þýski bikarinn: Simons skoraði og lagði upp
Illertissen 3 - 3 Nurnberg
1-0 Denis Milic ('2 )
2-0 Yannick Glessing ('43 )
2-1 Berkay Yilmaz ('65 )
2-2 Artem Stepanov ('78 )
2-3 Semir Telalovic ('86 , víti)
3-3 Tobias Ruhle ('90 )
6-5 í vítaspyrnukeppni
Eintracht Norderstedt 0 - 0 St. Pauli
2-3 í vítaspyrnukeppni
Energie Cottbus 1 - 0 Hannover
1-0 Tolcay Cigerci ('12 )
1-0 Boris Tomiak ('42 , Misnotað víti)
Lotte 0 - 2 Freiburg
0-1 Eren Dinkci ('43 )
0-2 Lucas Holer ('69 )
Lubeck 1 - 2 Darmstadt
0-1 Matej Maglica ('34 )
0-2 Fraser Hornby ('73 )
1-2 Pierre Becken ('90 )
Athugasemdir