Sky Sports greinir frá því að Chelsea mun ekki kaupa annan sóknarleikmann í glugganum nema að félaginu takist að selja einhvern fyrst.
Chelsea vill kaupa Alejandro Garnacho og Xavi Simons, auk eins miðvarðar, til að loka gríðarlega fjörugu sumri á leikmannamarkaðnum.
Þessir tveir leikmenn geta komið til félagsins ef Christopher Nkunku og Nicolas Jackson verða seldir. Tyrique George gæti þá einnig verið á förum en ólíklegt er að salan á honum einum verði til þess að nýr leikmaður komi inn.
Man Utd vill 50 milljónir punda fyrir Garnacho en Chelsea vill ekki kaupa hann fyrir meira en 30 til 35 milljónir.
Leipzig vill tæpar 70 milljónir fyrir Xavi Simons.
Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Donnarumma er þá ekki eitt af skotmörkum Chelsea undir lok gluggans.
Chelsea spilar fyrsta leik sinn á nýju úrvalsdeildartímabili á morgun gegn bikarmeisturum Crystal Palace.
Athugasemdir