Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Mikael Egill og Þórir Jóhann áfram í bikarnum
Mynd: EPA
Fjórir leikir fóru fram í ítalska bikarnum í kvöld.

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliðinu þegar Lecce lagði Juve Stabia sem leikur í næst efstu deild. Lecce var marki yfir og manni færri eftir fyrri hálfleikinn.

Þórir var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik. Liðinu tókst að sigla sigrinum heim manni færri. Mohamed Kaba innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í blálokin.

Mikael Egill Ellertsson var ónotaður varamaður þegar Genoa vann Vicenza, sem leikur í C-deild.

Empoli 1 - 1 Reggiana (3-0 í vítakeppni)
0-1 C. Goondo ('13 )
1-1 R. Ilie ('64 )

Sassuolo 1 - 0 Catanzaro
1-0 J. Doig ('32 )

Lecce 2 - 0 Juve Stabia
1-0 N. Krstovic ('27 )
2-0 M. Kaba ('90 )
Rautt spjald: L. Banda, Lecce ('45)

Genoa 3 - 0 Vicenza
1-0 V. Carboni ('40 )
2-0 F. Benassai ('45 )
3-0 N. Stanciu ('54 )
Athugasemdir
banner