Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Klassískur slagur á Old Trafford
Mynd: Man Utd
Mynd: Arsenal
Það eru þrír leikir sem fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og ríkir mikil eftirvænting fyrir þá alla þrjá.

Nottingham Forest og Brentford eigast við áhugaverðum slag á sama tíma og Chelsea spilar við spræka bikarmeistara Crystal Palace.

Palace hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Oliver Glasner og er búið að hafna ýmsum tilboðum í lykilmenn sína.

Manchester United spilar að lokum klassískan úrvalsdeildarslag við Arsenal í síðasta leik dagsins. Þar mætast tvö af sögufrægari liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í spennandi leik í fyrstu umferð.

Mögulegt er að Rúben Amorim, þjálfari Man Utd, mæti sínum fyrrum lærisveini Viktor Gyökeres í dag. Þá er einnig mögulegt að Benjamin Sesko komi við sögu í liði Man Utd.

Fyrr í sumar var útlit fyrir að Man Utd ætlaði að kaupa Gyökeres og þá var Arsenal sterklega orðað við Sesko. Framherjarnir öflugu munu líklegast mætast í dag.

Premier League
13:00 Nott. Forest - Brentford
13:00 Chelsea - Crystal Palace
15:30 Man Utd - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 1 1 0 0 4 0 +4 3
2 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
3 Tottenham 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
5 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
6 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
7 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
8 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
9 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
Athugasemdir
banner