Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 13:58
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Við vorum stórkostlegir - Þurfum lausn sem fyrst
Mynd: EPA
Eddie Howe þjálfari var mjög kátur eftir markalaust jafntefli Newcastle United á útivelli gegn Aston Villa.

Newcastle var sterkari aðilinn í leiknum og skapaði færi til að skora en nýtti það ekki. Heimamenn í liði Aston Villa sköpuðu varla hættu í leiknum og léku síðasta hálftímann leikmanni færri.

„Ég er ánægður með þetta stig, mér fannst við vera stórkostlegir. Við vorum mjög aggressívir og fengum bestu færin í leiknum. Ég er vonsvikinn með að við höfum ekki unnið leikinn því við hefðum átt það skilið, við vorum betri á nánast öllum sviðum en gátum bara ekki skorað," sagði Howe að leikslokum og var svo spurður út í vöntun á framherja þar sem Alexander Isak er ekki að æfa með hópnum þessa dagana.

„Ég get ekki gagnrýnt neinn af strákunum sem spiluðu í dag. Anthony Gordon stóð sig vel í framherjastöðunni, ég get ekki sett neitt út á hans frammistöðu.

„Við viljum að þetta mál (með Alexander Isak) sé leyst sem fyrst. Þetta hefur áhrif á einbeitingu leikmanna og stuðningsmanna. Við viljum vera sameinuð liðsheild og þess vegna viljum við fá lausn á þessu máli. Því miður þá er það ekki í okkar höndum."


Howe var mjög ánægður með varnarleik sinna manna og frammistöðu Anthony Elanga sem var keyptur í sumar.

„Anthony var mjög góður, hann var beinskeyttur og lítur út fyrir að vera leikmaður sem getur bætt gæðin í liðinu okkar."

Newcastle tekur á móti Liverpool í næstu umferð og segist Howe vera gífurlega spenntur fyrir þeirri viðureign.

   16.08.2025 13:24
England: Markalaust á Villa Park - Konsa sá rautt

Athugasemdir
banner