Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 18:28
Ívan Guðjón Baldursson
England: Haaland og Reijnders skinu í auðveldum sigri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolves 0 - 4 Manchester City
0-1 Erling Haaland ('34 )
0-2 Tijani Reijnders ('37 )
0-3 Erling Haaland ('61 )
0-4 Rayan Cherki ('81 )

Wolves tók á móti Manchester City í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og ríkti nokkuð jafnræði í fyrri hálfleiknum allt þar til Erling Haaland tók forystuna á 34. mínútu.

Úlfarnir höfðu komist nokkrum sinnum í afar hættulegar stöður áður en Haaland tók forystuna, en varnarlína Man City stóð sig mjög vel.

Haaland skoraði fyrsta markið af stuttu færi eftir einfalda sendingu frá Rico Lewis sem hafði sloppið í gegn eftir magnað framtak hjá Tijjani Reijnders. Hollendingurinn lék á tvo andstæðinga á miðsvæðinu áður en hann lyfti boltanum laust yfir varnarlínuna, beint í hlaupið hjá Lewis.

Þremur mínútum síðar var komið að Reijnders sjálfum að skora. Hann kláraði góða skyndisókn vel eftir undirbúning frá Oscar Bobb sem vann boltann á góðum stað og valdi svo rétta sendingu.

Haaland innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik eftir góðan undirbúning frá Bobb og Reijnders áður en Rayan Cherki kom inn af bekknum til að skora fjórða og síðasta markið í 0-4 sigri.

Úlfarnir litu vel út fyrsta hálftíma leiksins og voru fínir í síðari hálfleik en tókst ekki að skapa mikla hættu. Gæðamunur liðanna var augljós í dag.
Athugasemdir
banner
banner