Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund leggur fram tilboð í Echeverri
Mynd: Manchester City
Sky í Þýskalandi greinir frá því að Borussia Dortmund sé búið að reiða fram opinbert tilboð í Claudio Echeverri, miðjumann Manchester City.

Dortmund vill fá Echeverri á lánssamningi með kaupmöguleika en táningurinn er með þrjú ár eftir af samningi sínum við Man City.

Echeverri á erfitt með að sjá leið inn í byrjunarliðið hjá City og er því talinn vera spenntur fyrir að skipta um félag í leit að meiri spiltíma og er Dortmund alltaf frábær kostur fyrir unga leikmenn sem vilja springa út.

Girona hefur einnig áhuga á Echeverri en óljóst er hvort City sé reiðubúið til að selja leikmanninn.

Sky telur líklegra að City sé eingöngu tilbúið til að lána hann út án söluákvæðis.

AS Roma hefur einnig áhuga.
Athugasemdir
banner
banner