Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Bjarki byrjaði - Como með endurkomu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álvaro Morata kom inn af bekknum í sigrinum.
Álvaro Morata kom inn af bekknum í sigrinum.
Mynd: Como
Það fóru fjórir leikir fram í ítalska bikarnum í dag þar sem Bjarki Steinn Bjarkason lék allan leikinn í 4-0 sigri Venezia.

Bjarki Steinn var í stöðu hægri vængbakvarðar og hjálpaði Feneyingum að tryggja sig áfram í næstu umferð.

Como tók á sama tíma á móti Südtirol og lenti óvænt undir snemma leiks.

Lærisveinar Cesc Fábregas snéru stöðunni við með þremur mörkum á tæplega fjögurra mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks.

Anastasios Douvikas skoraði tvennu á tveimur mínútum áður en Lucas Da Cunha setti þriðja markið. Lokatölur urðu 3-1 fyrir Como.

Cagliari er þá komið áfram í næstu umferð eftir gríðarlega erfiðan leik við Virtus Entella sem þurfti að útkljá með vítaspyrnukeppni.

Cagliari var einu marki yfir gegn Entella þegar Yerry Mina steig á vítapunktinn á 86. mínútu en klúðraði. Entella geistist þá upp í skyndisókn sem endaði með sjálfsmarki hjá Alessandro Deiola og tókst þannig að knýja leikinn í vítakeppni.

Palermo hafði einnig betur í vítakeppni þegar liðið heimsótti Cremonese. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og þegar komið var í vítakeppni skoruðu fyrstu níu spyrnumennirnir úr sínum spyrnum, þar til komið var að síðasta spyrnumanni í liði heimamanna sem klúðraði.

Como 3 - 1 Sudtirol
0-1 D. Casiraghi ('13, víti)
1-1 Anastasios Douvikas ('39)
2-1 Anastasios Douvikas ('40)
3-1 Lucas Da Cunha ('42)
Rautt spjald: F. Bordon, Sudtirol ('88)

Venezia 4 - 0 Mantova
1-0 I. Doumbia ('15)
2-0 I. Doumbia ('45)
3-0 J. Yeboah ('57)
4-0 J. Yeboah ('89)

Cagliari 1 - 1 Virtus Entella
1-0 Roberto Piccoli ('45)
1-0 Yerry Mina, misnotað víti ('86)
1-1 Alessandro Deiola, sjálfsmark ('86)
5-4 í vítaspyrnukeppni

Cremonese 0 - 0 Palermo
4-5 í vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner