Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þýski Ofurbikarinn: Kane og Díaz afgreiddu Stuttgart
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Stuttgart 1 - 2 FC Bayern
0-1 Harry Kane ('18)
0-2 Luis Díaz ('77)
1-2 Jamie Leweling ('93)

Þýskalandsmeistarar FC Bayern spiluðu úrslitaleik við bikarmeistara Stuttgart í kvöld og úr varð opinn og skemmtilegur slagur.

Harry Kane gerði virkilega vel að taka forystuna fyrir Bayern í fyrri hálfleik. Hann stal boltanum skemmtilega af varnarmanni Stuttgart og skoraði með frábæru skoti utan vítateigs. Bæði lið fengu góð færi til að bæta mörkum við leikinn áður en næsta mark leit dagsins ljós.

Mikið var um marktilraunir og tvöfaldaði Luis Díaz forystuna fyrir Bayern á 77. mínútu með skalla af stuttu færi, eftir hárnákvæma fyrirgjöf frá Serge Gnabry.

Það ríkti jafnræði með liðunum nánast allan leikinn en færanýting Bæjara var betri og þá átti Manuel Neuer góðan leik á milli stanganna.

Stuttgart tókst að minnka muninn í uppbótartíma þegar Jamie Leweling kláraði af stuttu færi eftir skalla frá Chema Andrés. Nær komust þeir þó ekki svo lokatölur urðu 1-2.

Þetta er í sjöunda sinn sem Bayern vinnur Ofurbikarinn á síðustu tíu árum.
Athugasemdir
banner
banner