Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - AC Milan mætir til leiks
Mynd: EPA
Ítalski bikarinn er í fullu fjöri þessa dagana og mæta þrjú félög úr Serie A til leiks í dag.

Monza spilar við Frosinone áður en Parma tekur á móti Pescara í fyrri leikjum dagsins.

Pisa heimsækir Cesena í kvöld áður en stórlið AC Milan fær Bari í heimsókn.

Parma, Pisa og Milan leika öll í fyrstu umferð á nýju deildartímabili í Serie A um næstu helgi.

Coppa Italia
16:00 Monza - Frosinone
16:30 Parma - Pescara
18:45 Cesena - Pisa
19:15 Milan - Bari
Athugasemdir
banner