Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   lau 16. ágúst 2025 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith var hetja Breiðabliks í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag þar sem hún skoraði tvennu til að tryggja sigur gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

FH tók forystuna í tvígang í venjulegum leiktíma og gerði Sammy Smith fyrsta jöfnunarmarkið. Staðan var 2-2 eftir 90 mínútur svo grípa þurfti til framlengingar og þar skoraði Sammy sigurmarkið.

„Ég er svo ánægð með að vera partur af þessum leikmannahópi og stolt að vinna bikarinn. Stuðningurinn var stórkostlegur. Það var frábært að hafa allt stuðningsfólkið og alla krakkana sem ég er að þjálfa á vellinum. Stuðningurinn var magnaður og hjálpaði okkur að vinna úrslitaleikinn," sagði Sammy að leikslokum.

„Þetta var rosalega erfiður leikur gegn mjög sterkum andstæðingum. FH er með frábært lið, ég er mjög ánægð að við náðum að hafa betur í endan."

Samantha var svo spurð út í sigurmarkið og framhaldið út tímabilið.

„Ég var akkúrat búin að vera að æfa þessa tegund af slútti með Nik þjálfara og það er frábært að sjá það skila sér strax í svona mikilvægum leik. Ég á það til að flækja hlutina í svona stöðum í staðinn fyrir að leggja boltann bara í netið.

„Við höfum enn margt til að spila uppá en við erum að taka þetta einn leik í einu. Við erum í titilbaráttu í Bestu deildinni og svo erum við líka í Meistaradeildinni."


   16.08.2025 18:56
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik bikarmeistari eftir þriggja ára bið



Athugasemdir
banner