
Samantha Smith var hetja Breiðabliks í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag þar sem hún skoraði tvennu til að tryggja sigur gegn FH.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Breiðablik
FH tók forystuna í tvígang í venjulegum leiktíma og gerði Sammy Smith fyrsta jöfnunarmarkið. Staðan var 2-2 eftir 90 mínútur svo grípa þurfti til framlengingar og þar skoraði Sammy sigurmarkið.
„Ég er svo ánægð með að vera partur af þessum leikmannahópi og stolt að vinna bikarinn. Stuðningurinn var stórkostlegur. Það var frábært að hafa allt stuðningsfólkið og alla krakkana sem ég er að þjálfa á vellinum. Stuðningurinn var magnaður og hjálpaði okkur að vinna úrslitaleikinn," sagði Sammy að leikslokum.
„Þetta var rosalega erfiður leikur gegn mjög sterkum andstæðingum. FH er með frábært lið, ég er mjög ánægð að við náðum að hafa betur í endan."
Samantha var svo spurð út í sigurmarkið og framhaldið út tímabilið.
„Ég var akkúrat búin að vera að æfa þessa tegund af slútti með Nik þjálfara og það er frábært að sjá það skila sér strax í svona mikilvægum leik. Ég á það til að flækja hlutina í svona stöðum í staðinn fyrir að leggja boltann bara í netið.
„Við höfum enn margt til að spila uppá en við erum að taka þetta einn leik í einu. Við erum í titilbaráttu í Bestu deildinni og svo erum við líka í Meistaradeildinni."
16.08.2025 18:56
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik bikarmeistari eftir þriggja ára bið
Þetta þarf ekki að vera fast! Sam Smith kemur Breiðablik yfir í framlengingu með skoti í fjær ???? pic.twitter.com/EqqX7o51vF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2025
Athugasemdir