Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko er klár í að spila fyrir Manchester United gegn Arsenal á sunnudag. Rúben Amorim, stjóri United, vill þó ekki segja til um hvort hann muni byrja leikinn.
„Við höfum ekki fengið mikinn tíma en hann er klár. Líkamlega er hann klár, hann er mjög snjall einstaklingur og er klár í að spila en bíðum og sjáum hvort hann byrji," segir Amorim.
„Ég er mjög ánægður með að hafa fengið hann, hann er fjölhæfurog gæti orðið sóknarmaður Manchester United yfir langan tíma. Þess vegna erum við að verja svona miklu í hann."
„Við höfum ekki fengið mikinn tíma en hann er klár. Líkamlega er hann klár, hann er mjög snjall einstaklingur og er klár í að spila en bíðum og sjáum hvort hann byrji," segir Amorim.
„Ég er mjög ánægður með að hafa fengið hann, hann er fjölhæfurog gæti orðið sóknarmaður Manchester United yfir langan tíma. Þess vegna erum við að verja svona miklu í hann."
Viljum snúa aftur í Evrópu
Amorim var spurður út í markmið United fyrir tímabilið en United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
„VIð viljum snúa aftur í Evrópu og viljum berjast um það. Við munum bæta okkur og tökum einn leik í einu," svaraði Amorim.
Lisandro Martínez og Noussair Mazraoui eru á meiðslalista United en leikurinn gegn Arsenal verður 15:30 á sunnudaginn, á Old Trafford.
Athugasemdir