Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   lau 16. ágúst 2025 19:13
Sölvi Haraldsson
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var frábær upplifun, fullt af fólki sem kom og horfði. Ég er stolt að því að vera FH-ingur, þetta er fólkið okkar. Ég er ótrúlega svekkt akkúrat núna.“ sagði Thelma Karen Pálmadóttir, leikmaður FH, eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

„Mér fannst við gefa allt í þetta. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en í seinni voru þær bara búnar. Við vorum óheppnar að fara í framlengingu og óheppnar að vinna þær ekki.“

Var þetta eitthvað extra súrt?

„Já klárlega, sérstaklega þegar þetta fer svona í framlengingu. Við vorum að hlaupa og hlaupa og vinna fyrir þessu. Svo endar þetta svona og það er ótrúlega svekkjandi. En við eigum endalaust inni og þetta er ekki búið.“

Það eru margir góðir og efnilegir leikmenn í FH liðinu.

„Já klárlega. Við erum með geggjað lið og geggjaðar stelpur. Eins og ég sagði að þá er þetta ekki búið núna við ætlum okkur meira en þetta. Hvort sem það gerist í dag eða seinna.“

Einhver orð um stuðninginn í stúkunni í dag?

„Bara takk FH-ingar fyrir að mæta. Þetta var brjálaður stuðningur, ég er bara ótrúlega þakklát.“
Athugasemdir
banner