Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 12:20
Brynjar Ingi Erluson
Spennandi framherji á leið til Forest
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest er að landa franska framherjanum Arnaud Kalimuendo frá Rennes. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu.

Kalimuendo er 23 ára gamall og með mikið markanef en hann hefur skorað 53 deildarmörk á síðustu fimm tímabilum sínum í frönsku deildinni.

Hann er uppalinn hjá Paris Saint-Germain en fékk fá tækifæri til að sanna sig í stjörnum prýddu liði PSG og fór því til Lens. Þar spilaði hann tvö tímabil áður en hann fór til Rennes.

Frakkinn er nú á leið í ensku úrvalsdeildina en Nottingham Forest hefur náð samkomulagi við Rennes um kaup á Kalimuendo fyrir 27 milljónir punda.

Kalimuendo mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum áður en hann verður kynntur hjá félaginu. Þetta verða fimmtu kaup Forest í sumar á eftir þeim Dan Ndoye, Igor Jesus, Jair Cunha og Angus Gunn.
Athugasemdir
banner