Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd hættir að eltast við Baleba
Mynd: EPA
Manchester United er búið að gefast upp á Carlos Baleba miðjumanni Brighton. Hann er alltof dýr fyrir félagið.

Enskir fjölmiðlar keppast við að greina frá þessu eftir að Fabian Hürzeler sagðist vera sannfærður um að halda leikmanninum þegar hann var spurður á fréttamannafundi.

Brighton vill alls ekki selja miðjumanninn sinn sem er aðeins 21 árs gamall og með þrjú ár eftir af samningi.

Baleba hefur verið mikilvægur hlekkur á miðju Brighton í tvö ár en þar áður var hann leikmaður Lille í Frakklandi. Hann er með sjö landsleiki að baki fyrir Kamerún.

Rauðu djöflarnir hafa því ákveðið að bíða með að reyna að kaupa Baleba. Þeir ætla að horfa annað í leit sinni að nýjum miðjumanni í sumar og hefur Morten Hjulmand fyrirliði Sporting CP verið nefndur til sögunnar. Rúben Amorim þekkir vel til Hjulmand eftir að hafa þjálfað hann hjá Sporting.
Athugasemdir
banner