Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   sun 17. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Augnablik er með í toppbaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Augnablik þurfti sigur í gær til að halda sér í toppbaráttu 3. deildarinnar.

Kópavogsstrákarnir heimsóttu Sindra og tóku forystuna snemma leiks þegar Júlíus Óli Stefánsson skoraði á sjöundu mínútu.

Eftir þetta tókst hvorugu liði að bæta marki við leikinn svo lokatölur urðu 0-1 fyrir Augnablik.

Gífurlega dýrmæt stig í toppbaráttunni þar sem Augnablik er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Magna þegar fimm umferðir eru eftir. Sindri situr eftir í fallbaráttunni, einu stigi fyrir ofan KFK.

Ýmir hafði þá betur í feykilega spennandi sjö marka leik gegn KF. Emil Skorri Þ. Brynjólfsson var atkvæðamestur með tvennu í 4-3 sigri.

Sindri 0 - 1 Augnablik
0-1 Júlíus Óli Stefánsson ('7 )

Ýmir 4 - 3 KF
1-0 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('22 )
1-1 Nathan Yared ('43 )
2-1 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('71 , Mark úr víti)
3-1 Reynir Leó Egilsson ('74 )
3-2 Brendan David Koplin ('77 )
4-2 Kári Örvarsson ('89 )
4-3 Hilmar Símonarson ('90 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Magni 17 12 2 3 36 - 20 +16 38
2.    Hvíti riddarinn 17 12 1 4 47 - 26 +21 37
3.    Augnablik 17 10 5 2 41 - 21 +20 35
4.    Reynir S. 17 7 5 5 37 - 37 0 26
5.    KV 17 7 4 6 55 - 40 +15 25
6.    Árbær 17 7 4 6 38 - 39 -1 25
7.    Tindastóll 17 7 2 8 37 - 29 +8 23
8.    Ýmir 17 5 6 6 30 - 29 +1 21
9.    KF 17 5 5 7 28 - 25 +3 20
10.    Sindri 17 4 4 9 24 - 35 -11 16
11.    KFK 17 4 3 10 21 - 39 -18 15
12.    ÍH 17 1 1 15 26 - 80 -54 4
Athugasemdir
banner
banner