Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
banner
   fös 15. ágúst 2025 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 13. umferð - Er af miklu fótboltakyni
Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Thelma Lóa Hermannsdóttir.
Thelma Lóa Hermannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Lóa í leik með FH.
Thelma Lóa í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðra umferðina í röð er það leikmaður FH sem er sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. Thelma Lóa Hermannsdóttir skoraði þrennu og lagði eitt upp þegar FH vann 5-3 sigur á Þór/KA í Kaplakrika.

Thelma Lóa, sem er fædd árið 1998, gekk aftur í raðir FH frá Fort Lauterdale í Bandaríkjunum fyrir um mánuði síðan. Thelma leikur sem miðjumaður og er með 48 leiki að baki í efstu deild kvenna. Hún lék sjö landsleiki í heildina fyrir U19 og U17 á táningsárunum, en hefur ekki spilað fyrir A-landsliðið.

Núna hefur hún skorað fimm mörk í Bestu deildinni en þrjú af þeim komu gegn Þór/KA á dögunum.

„Skoraði þrennu, lagði upp eitt mark og fékk eitt stykki gult spjald. Með öðrum orðum hún var allt í öllu í sóknarleik FH hér í kvöld. Afgreiðslan sem tryggði henni þrennu var af dýrari gerðinni," skrifaði Alexander Tonini í skýrslu sinni frá leiknum.

Hann ræddi einnig við Thelmu Lóu eftir leikinn. „Ég er mjög stolt að við náðum að koma til baka eftir að við höfðum fengið þrjú mörk á okkur."

Þetta var ekki hennar fyrsta þrenna á fótboltaferlinum. „Þegar ég var úti í háskóla þá skoraði ég þrennu."

Thelma Lóa er af miklu fótboltakyni en foreldrar hennar - Ragna Lóa Stefánsdóttir og Hermann Hreiðarsson - spiluðu bæði með landsliðinu.

„Hún var bara frábær í dag. Það er eitthvað Hemmi og Ragna Lóa maður, það er eitthvað í blóðinu hjá þeim sem gerir það að verkum að þau eiga frábærar dætur í fótbolta," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, en systir Thelmu Lóu, Ída Marín, hefur líka gert það gott í fótboltanum.

Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
9. umferð - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
10. umferð - Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll)
11. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
Athugasemdir
banner
banner