Bournemouth heimsækir Englandsmeistara Liverpool á Anfield í opnunarleik úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Bournemouth átti flott tímabil í fyrra og það hefur haft þau áhrif að margir sterkir lekmenn eru farnir í stærri félög. Þar á meðal er Milos Kerkez sem er í byrjunarliði Liverpool í kvöld.
Bournemouth átti flott tímabil í fyrra og það hefur haft þau áhrif að margir sterkir lekmenn eru farnir í stærri félög. Þar á meðal er Milos Kerkez sem er í byrjunarliði Liverpool í kvöld.
Það var ekki óskandi fyrir Andoni Iraola, stjóra Bournemouth, að hefja tímabilið gegn Liverpool á Anfield.
„Þetta er erfiður tími, það er mikil óvissa næstu tvær vikur. Maður verður að aðlagast, við getum ekki horft í það neikvæða. Við verðum að byggja upp aftur," sagði Iraola.
„Þú vilt ekki byrja á Anfield, jafnvel þótt það sé spennandi. Þessi leikur mun samt sem áður færa okkur fleiri upplýsingar. Undirbúningstímabilið var erfitt. Þrátt fyrir það spiluðum við góða leiki og náðum í góð úrslit. Við munum læra mikið um þetta lið. Við erum að mæta meisturunum, margir að horfa."
Úkraínski varnarmaðurinn Illia Zabarnyi gekk til liðs við PSG á dögunum. Þá missti liðið Dean Huijsen til Real Madrid.
„Það er erfitt þegar PSG eltist við leikmanninn þinn. Þetta var langt sumar en ég vissi að þetta myndi gerast. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd en þetta verður erfitt," sagði Iraola.
Athugasemdir