Spænska félagið Barcelona náði að skrá nýju leikmennina Joan Garcia og Marcus Rashford fyrir fyrsta leik liðsins í La Liga í kvöld, en þetta staðfestir deildin í dag.
Börsungar hafa verið í vandræðum með að skrá nýja leikmenn í hópinn síðustu ár vegna launaþaks og oft verið heljarinnar púsluspil að koma leikmönnum fyrir.
Liðið mætir Real Mallorca í 1. umferð La Liga í kvöld og var það heldur tæpt á að félagið myndi ná að skrá markvörðinn Joan Garcia og enska sóknarmanninn Marcus Rashford í hópinn.
Joan Laporta, forseti Barcelona, var ekki alveg öruggur á því að það myndi hafast, en nú hefur hópurinn fyrir leikinn gegn Mallorca verið tilkynntur og eru báðir þar.
Fleiri leikmenn eru á biðlista um að komast í hópinn en það eru þeir Roony Bardghji, Gerard Martin, Hector Fort og Wojciech Szczesny. Félagið heldur í vonina um að það geti bætt öllum nema Fort við hópinn, en hann hefur verið sterklega orðaður við Aston Villa síðustu daga.
???????????????????? ???????????????? ?#MallorcaBarça pic.twitter.com/IkLOSWaG9i
— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 16, 2025
Athugasemdir