Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Minntust Diogo Jota á Molineux
Mynd: EPA
Stuðningsmenn ÚIfanna létu í sér heyra þrátt fyrir að steinliggja 0-4 á heimavelli gegn Manchester City í fyrstu umferð á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Þeir sungu hástöfum um fyrrum leikmann sinn Diogo Jota sem lést í bílslysi í sumar og voru með alskonar borða honum til heiðurs.

Fyrir leik bjuggu stuðningsmenn til glæsilega mynd á áhorfendapöllunum til þess að minnast Diogo Jota, sem lék fyrir félagið í þrjú ár.

Áhorfendur hoppuðu og trölluðu á pöllunum í langan tíma eftir leikslok og sungu stanslaust um Diogo Jota.

Sjáðu áhorfendur Wolves fyrir leik

   15.08.2025 21:38
Salah brotnaði niður í leikslok - „Ótrúlega sorglegt"

Athugasemdir
banner
banner