Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 15:06
Sölvi Haraldsson
Byrjunarliðin í bikarúrslitunum: Barbára aftur í lið Blika - Guðni gerir tvær breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir klukkutíma hefst leikur FH og Breiðabliks í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Rétt í þessu voru byrjunarlið liðanna að detta í hús.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, gerir tvær breytingar á FH liðinu frá 5-3 sigri liðsins gegn Þór/KA á dögunum. Þær Arna Eiríksdóttir og Valgerður Ósk Valsdóttir koma inn í byrjunarliðið fyrir Jóninu Linnet og Hörpu Helgadóttur.

Nik Chamberlain gerir tvær á Blikaliðinu. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Karitas Tómasdóttir koma úr liðinu fyrir þær Samantha Smith og Barbáru Sól Gísladóttur.
Byrjunarlið FH:
73. Macy Elizabeth Enneking (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir
5. Arna Eiríksdóttir (f)
6. Katla María Þórðardóttir
7. Thelma Karen Pálmadóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir
13. Maya Lauren Hansen
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
23. Deja Jaylyn Sandoval
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Byrjunarlið Breiðablik:
12. Katherine Devine (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
Athugasemdir
banner