Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter að ganga frá kaupum á lykilmanni Rómverja
Mynd: EPA
Ítalska stórveldið Inter er að undirbúa tilboð fyrir miðjumanninn Manu Koné. Allar líkur eru á að Roma muni samþykkja það eftir viðræður á milli félaganna um kaupverð.

Koné er 24 ára gamall landsliðsmaður Frakklands sem lék algjört lykilhlutverk á miðjunni hjá Roma á síðustu leiktíð.

Roma vill fá á milli 40 til 50 milljónir evra fyrir leikmanninn sinn og verður peningurinn notaður í að kaupa nýja leikmenn.

Rómverjar eru spenntir fyrir kantmönnunum Jadon Sancho hjá Manchester United og Leon Bailey hjá Aston Villa en liðinu mun einnig vanta miðjumann eftir söluna á Koné.

Þar gæti Yves Bissouma, miðjumaður Tottenham, komið sterkur inn.

Tottenham fylgist náið með viðræðum Inter og Roma um Koné í von sinni um að Rómverjar reiði fram tilboð í Bissouma í kjölfarið. Tottenham þarf að selja Bissouma til að kaupa næsta skotmark sitt á leikmannamarkaðinum.

Bissouma myndi koma til með að kosta tæpar 25 milljónir evra.

Roma hefur einnig verið orðað við sóknarmanninn Fábio Silva hjá Wolves. Borussia Dortmund er líka áhugasamt um þennan Portúgala.
Athugasemdir
banner