
Newcastle United er enn í framherjaleit, Man City gerir stórtækar breytingar í markmannsmálunum og þá er Kingsley Coman á leið til Sádi-Arabíu. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins!
Manchester United ætlar ekki að fara lengra með áhuga sinn á kamerúnska miðjumanninum Carlos Baleba (21) í sumar þar sem það telur 115 milljóna punda verðmiðann sem Brighton hefur sett á hann of háan. (Athletic)
Ederson (31), markvörður Manchester City, er að íhuga framtíð sína hjá félaginu. Það kemur vel til greina að hann fari til Galatasaray í Tyrklandi. Man City ætlar sér að fá Gianluigi Donnarumma (26) frá PSG í staðinn. (Guardian)
Newcastle er reiðubúið að ganga frá samkomulagi við Brentford um Kongómanninn Yoane Wissa (28). (Sky Sports)
Þá hefur Newcastle endurvakið áhuga sinn á portúgalska framherjanum Goncalo Ramos (24), sem er á mála hjá Paris Saint-Germain, en Newcastle vill bæta við sig tveimur sóknarmönnum fyrir gluggalok. (Mail)
Sádi-arabíska félagið Al Nassr er að ganga frá kaupum á franska vængmanninum Kingsley Coman frá Bayern München. Kaupverðið nemur um 26 milljónum punda. (Talksport)
Nottingham Forest hefur áhuga á því að fá Rico Lewis (20), leikmann Manchester City, en talið er að félagið sé reiðubúið að leyfa enska landsliðsmanninum að fara fyrir rúmar 30 milljónir punda. (Mail)
Wolves er að ganga frá kaupum á Jackson Tchatchoua (23), vængbakverði Hellas Verona og kamerúnska landsliðsins. (Athletic)
Sunderland hefur náð samkomulagi við PSG um franska varnarmanninn Nordi Mukiele (27). Kaupverðið er 9,5 milljónir punda og bætast 2,5 milljónir punda ofan á það ef ákveðnum skilyrðum er mætt. (Northern Echo)
Nicolas Gonzalez (27), leikmaður Juventus og argentínska landsliðsins, vill fara til Atlético Madríd fyrir gluggalok en hann gæti verið falur fyrir 30 milljónir evra. (La Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir