Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 07:24
Ívan Guðjón Baldursson
Markalaust hjá Sveindísi - Iris með tvær stoðsendingar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir lék allan leikinn úti á kantinum er Angel City FC gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Utah Royals í bandaríska kvennaboltanum.

Heimakonur í liði Utah voru hættulegri í leiknum en hvorugu liði tókst að skapa sér mikið af góðum færum.

Angel City er í neðri hluta deildarinnar með 17 stig eftir 16 umferðir, þó heilum tíu stigum fyrir ofan botnlið Utah. Sveindís og stöllur eiga enn góða möguleika á að næla sér í umspilssæti þrátt fyrir slakt gengi.

Hin norsk-íslenska Iris Ómarsdóttir var þá á sínum stað í byrjunarliði Stabæk í efstu deild í Noregi.

Hún átti tvær stoðsendingar í þægilegum fjögurra marka sigri á útivelli gegn Bodö/Glimt.

Stabæk siglir lygnan sjó um miðja deild með 23 stig eftir 17 umferðir. Iris er komin með fimm mörk og fimm stoðsendingar á deildartímabilinu en í fyrra skoraði hún 14 og lagði 6 upp.

Utah Royals 0 - 0 Angel City

Bodö/Glimt 0 - 4 Stabæk

Athugasemdir
banner
banner