Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Bayern spilar úrslitaleik
Jamal Musiala og Alphonso Davies verða ekki með vegna meiðsla.
Jamal Musiala og Alphonso Davies verða ekki með vegna meiðsla.
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikurinn um þýska Ofurbikarinn fer fram um kvöldmatarleytið þar sem Þýskalandsmeistarar FC Bayern mæta bikarmeisturunum frá Stuttgart í áhugaverðum slag.

Bæjarar hafa verið umtalsvert betri heldur en Stuttgart á undanförnum árum og hafa haft betur í nánast öllum innbyrðisviðureignum liðanna. Þegar síðustu tólf viðureignir eru skoðaðar hefur Bayern haft betur níu sinnum, tvisvar sinnum verið jafntefli og einu sinni hafði Stuttgart betur.

Þar að auki eru ellefu leikir á dagskrá í þýska bikarnum þar sem nokkur lið úr efstu deild taka þátt.

Þar má meðal annars nefna Hoffenheim, Wolfsburg, RB Leipzig og Freiburg sem eiga öll útileiki gegn liðum úr neðri deildum þýska boltans.

Lúkas Blöndal Petersson, sonur Alexander Petersson fyrrum landsliðsmanns í handbolta, er á mála hjá Hoffenheim. Hann er þriðji markvörður liðsins eftir Oliver Baumann og Luca Philipp.

Ofurbikarinn
18:30 Stuttgart - FC Bayern

DFB Pokal
11:00 BFC Dynamo - Bochum
11:00 Pirmasens - Hamburger
13:30 Bahlinger SC - Heidenheim
13:30 Hansa - Hoffenheim
13:30 Hemelingen - Wolfsburg
13:30 Illertissen - Nurnberg
13:30 Eintracht Norderstedt - St. Pauli
13:30 Sandhausen - RB Leipzig
16:00 Energie - Hannover
16:00 Sportfreunde Lotte - Freiburg
16:00 Lubeck - Darmstadt
Athugasemdir
banner
banner