Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 14:20
Brynjar Ingi Erluson
Semenyo hrærður yfir stuðningnum - „Mun fylgja mér að eilífu“
Antoine Semenyo
Antoine Semenyo
Mynd: EPA
Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, lenti í ömurlegri lífsreynslu er einn stuðningsmaður Liverpool beitti hann kynþáttaníði í opnunarleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær.

Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik og var Semenyo að undirbúa sig undir það að taka innkast áður en stuðningsmaðurinn, sem var bundinn við hjólastól, öskraði rasískum oðrum í garð Semenyo.

Framherjinn leitaði til dómarans Anthony Taylor sem stöðvaði leikinn og lét fjarlægja stuðningsmanninn úr stúkunni.

Semenyo, sem er lykilmaður í liði Bournemouth, tæklaði þetta leiðinlega mál á frábæran hátt. Hann skoraði tvö og jafnaði metin, og fékk síðan gríðarlegan stuðning úr öllum áttum á meðan leik stóð og eftir hann.

„Gærkvöldið á Anfield mun fylgja mér að eilífu og ekki út af einhverju sem ein manneskja sagði heldur hvernig öll fótboltafjölskyldan sýndi samstöðu.“

„Ég vil þakka liðsfélögum mínum hjá Bournemouth fyrir stuðninginn sem þeir veittu mér á þessu augnabliki, og leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool sem sýndu þeirra sanna karakter. Einnig vil ég þakka dómarateyminu sem meðhöndlaði málið á fagmannlegan hátt. Takk allir. Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi.“

„Að skora þessi tvö mörk lét mér líða eins og ég væri að tala eina tungumálið sem skiptir máli á vellinum. Þetta er ástæðan fyrir því að ég spila – fyrir þessi augnablik, liðsfélagana og alla þá sem trúa því hversu fallegur þessi leikur getur verið.“

„Þessi yfirþyrmandi stuðningsskilaboð frá öllum fótboltaheiminum minna mig á ástæðuna fyrir því að ég spila þessa íþrótt. Saman munum við halda áfram, fram veginn,“
sagði Semenyo á Instagram.
Athugasemdir
banner