Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 17:44
Ívan Guðjón Baldursson
Eze búinn að semja við Tottenham - Í viðræðum um kaupverð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að kantmaðurinn knái Eberechi Eze sé búinn að samþykkja samning hjá Tottenham.

Hann er búinn að greina stjórnendum Crystal Palace frá því að hann vilji vera seldur frá félaginu.

Tottenham er því í viðræðum við Palace um kaupverð fyrir Eze, sem hefur einnig verið sterklega orðaður við Arsenal í sumar.

Talið er að Tottenham þurfi að borga upp riftunarákvæðið í samningi Eze til að kaupa hann frá Palace. Það nemur 67,5 milljónum punda í heildina með árangurstengdum aukagreiðslum.

Guardian segir að Palace sé reiðubúið til að samþykkja að fá 35 milljónir greiddar strax og leyfa Tottenham að greiðsludreifa restinni.

Arsenal og Tottenham vonast til að kaupa Eze fyrir 55 milljónir en ólíklegt er að Palace sé reiðubúið til að gefa afslátt á honum. Eze er 27 ára gamall og með tvö ár eftir af samningi.

   16.08.2025 12:38
Eze tjáir Palace að hann vilji fara til Tottenham

Athugasemdir
banner