Aston Villa og Newcastle United eigast við í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 11:30 á Villa Park í dag.
Það er allt nokkurn veginn eftir bókinni. Leon Bailey er ekki í hópnum hjá Villa, en hann er á förum frá félaginu og mun formlega ganga í raðir Roma á næstu dögum.
Þá vantar Alexander Isak hjá Newcastle sem reynir að þvinga félagið að selja sig til Liverpool. Hann verður væntanlega fjarverandi í næstu leikjum og meiri líkur en minni á að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.
Anthony Gordon mun líklegast spila sem fölsk 'nía' í stað Isak í dag.
Nafni hans, Anthony Elanga, byrjar inn á og þá eru þeir Malick Thiaw og Aaron Ramsdale á bekknum.
Emi Martínez, aðalmarkvörður Villa, er í leikbanni eftir að hafa fengið rauða spjaldið í lokaumferðinni á síðustu leiktíð. Hinn 34 ára gamli Marco Bizot er í markinu, en hann kom til félagsins frá Brest í sumar. Evann Guessand, sem gekk í raðir Villa á dögunum, er á bekknum.
Aston Villa: Bizot; Cash, Konsa, Mings, Digne; Kamara, Tielemans, Onana; McGinn, Rogers; Watkins.
Newcastle United: Pope; Trippier, Schar, Burn, Livramento; Joelinton, Tonali, Bruno Guimaraes; Elanga, Gordon, Barnes.
Athugasemdir