Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fös 17. september 2021 20:29
Victor Pálsson
Þýskaland: Erfitt hjá Greuther Furth - Guðlaugur Victor fékk rautt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gengur afskaplega lítið hjá nýliðum Greuther Furth í Þýskalandi en liðið lék sinn fimmta deildarleik í kvöld.

Andstæðingurinn var Hertha Berlin á útivelli og lauk leiknum með 2-1 sigri Hertha eftir að gestirnir höfðu komist yfir.

Branimir Hrgota skoraði fyrsta mark leiksins úr víti fyrir gestina en Hertha sneri svo leiknum sér í vil og var sigurmarkið sjálfsmark.

Greuther Furth er á botni deildarinnar með aðeins eitt stig en Hertha var að vinna sinn annan leik og er í níunda sæti.

Í B-deildinni lék Guðlaugur Victor Pálsson með Schalke sem tapaði 2-1 heima gegn Karlsruher.

Guðlaugur Victor bar fyrirliðaband Schalke en fékk rautt spjald á 72. mínútu í stöðunni 1-1. Sigurmark Karlsruher kom þegar tvær mínútur voru eftir.

Hertha 2 - 1 Greuther Furth
0-1 Branimir Hrgota ('57 , víti)
1-1 Jurgen Ekkelenkamp ('61 )
2-1 Maximilian Bauer ('79 , sjálfsmark)

Schalke 1 - 2 Karlsruher
0-1 Kyoung-Rok Choi('1)
1-1 Simon Terodde('15)
1-2 Marvin Wanitzek('88)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 7 7 0 0 27 4 +23 21
2 RB Leipzig 7 5 1 1 10 9 +1 16
3 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
4 Dortmund 7 4 2 1 13 6 +7 14
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Köln 7 3 2 2 12 10 +2 11
7 Eintracht Frankfurt 7 3 1 3 19 18 +1 10
8 Hoffenheim 7 3 1 3 12 12 0 10
9 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
10 Freiburg 7 2 3 2 11 11 0 9
11 Hamburger 7 2 2 3 7 10 -3 8
12 Werder 7 2 2 3 11 16 -5 8
13 Augsburg 7 2 1 4 12 14 -2 7
14 St. Pauli 7 2 1 4 8 12 -4 7
15 Wolfsburg 7 1 2 4 8 13 -5 5
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 7 1 1 5 6 13 -7 4
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner