þri 20. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hamar auglýsir eftir þjálfara meistaraflokks
Úr leik hjá Hamri
Úr leik hjá Hamri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hamar auglýsir laust starf þjálfara meistaraflokks karla eftir að ljóst var að Jóhann Bjarnason heldur ekki áfram með liðið.

Hamar leikur í 4. deild og hefur verið að berjast um í toppbaráttunni undanfarin ár án þess þó að komast mikið áleiðis.

Hamar tapaði fyrir KFS í úrslitaleik um laust sæti í 3. deild og lagði svo Kormák/Hvöt að velli í leik um þriðja sætið.

Af vefsíðu Hamars:
Í Hveragerði eru aðstæður til knattspyrnuiðkunar ansi góðar. Á veturnar er æft inni í hlýrri Hamarshöll og á sumrin er æft og keppt á einstöku vallarstæði, Grýluvelli.

Nýlega var fjárfest í myndavél sem tekur upp alla leiki liðsins og hægt er að nýta hana fyrir leikgreiningu. Öll umgjörð hjá knattspyrnudeildinni er mjög góð og er mikill metnaður í að gera enn betur og bæta það sem þarf.

Við leitumst eftir þjálfara sem er tilbúinn í að halda áfram að bæta og efla þá leikmenn sem eru til staðar hjá okkur og halda áfram að byggja upp það starf sem hefur verið undanfarin ár.

Áhugasamir þjálfarar geta sótt um starfið með því að senda email á [email protected].

Athugasemdir
banner
banner