Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 20. nóvember 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta hefur mikla þýðingu bæði fyrir okkur sem lið og Ísland"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið mun taka þátt í lokakeppni Evrópumeistaramótsins á næsta ári. Íslandi var í dag dæmdur 3-0 sigur gegn Armeníu í leik sem var aflýst og stigin þrjú sem liðið fær úr þeim leik tryggir liðinu á EM.

Jón Dagur Þorsteinsson er fyrirliði U21 landsliðsins og ræddi hann við Fótbolta.net í kvöld.

„Það var frábært að fá þetta staðfest. Við svo sem vissum að þetta yrði niðurstaðan, það var ekki hægt að gera annað með þennan Armeníuleik. Þetta hefur mikla þýðingu bæði fyrir okkur sem lið og Ísland," sagði Jón Dagur.

Hvernig hefur stemninginn í hópnum verið eftir tíðindinn? Eru menn að ræða sín á milli?

„Já, við erum með 'groupchat' þar sem við spjölluðum saman um þetta eftir að niðurstaðan var komin, þar er góð stemning."

Sérsaklega ljúft
Hvernig er að horfa núna til baka á sigurmarkið í uppbótartíma gegn Írlandi sem varð til þess að liðið komst áfram?

„Það er auðvitað geggjað að komast í lokakeppnina með sigurmarki í uppbótartíma. Það mark var sérstaklega ljúft eftir að hafa fengið á okkur mark undir lokin gegn Ítalíu. Gífurlega mikilvægt mark"

Fylgdist með á LiveScore
Ísland þurfti að treysta á Ítalíu gegn Svíþjóð á miðvikudag. Ítalía vann öruggan sigur sem fór með möguleika Svía á að komast áfram. Jón Dagur var á miðvikudaginn í leikmannahópi íslenska landsliðsins. Gat hann eitthvað fylgst með gangi mála á Ítalíu?

„Já, ég viðurkenni það alveg en einbeitingin var á leiknum gegn Englandi. U21 leikurinn var svolítið á undan leiknum á Wembley. Ég horfði nú ekki á leikinn, en fylgdist með á LiveScore. Það gladdi að sjá Ítali vinna," sagði Jón Dagur.
Athugasemdir
banner
banner
banner