fim 21. janúar 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
KA leitar að miðverði - Hallgrímur klár um mitt tímabil
Hallgrímur Jónasson
Hallgrímur Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er í leit að miðverði fyrir komandi tímabil en þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

KA fékk í dag miðjumanninn Sebastiaan Brebels frá Lommel í Belgíu og leit stendur yfir að frekari liðsstyrk.

Þar er miðvörður á óskalistanum en danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist er farinn aftur til Horsens eftir að hafa verið í láni hjá KA.

Varnarmaðurinn reyndi Hallgrímur Jónasson er á batavegi eftir að hafa slitið krossband í fyrra.

Að sögn Sævars er vonast til að Hallgrímur geti byrjað að spila í júlí eða ágúst en ljóst er að hann missir af fyrri hluta tímabilsins í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner