Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 21. maí 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte bjóst ekki við þessum árangri þegar hann tók við
Mynd: EPA

Tottenham er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liðið er í 4. sæti með tveggja stiga forystu á erkifjendurna í Arsenal.


Liðið mætir botnliði Norwich á morgun í lokaumferðinni en allir leikirnir hefjast kl 15.

Það gekk illa hjá félaginu undir stjórn Nuno Espirito Santo í upphafi tímabils em með komu Conte í nóvember varð mikil bæting. Liðið átti þó erfitt með að ná stöðugleika í byrjun en á endanum tókst þeim að sigla framúr Arsenal og Manchester United.

„Daniel [Levy eigandi Tottenham] krafðist einskis. Hann bað mig bara um að reyna að bæta liðið, ekki neitt markmið. Hann veit að ég er mjög metnaðargjarn og að ég reyni alltaf að komast á toppinn. Ef hann hefði sett markmið hefði það verið mjög erfitt," sagði Conte.

„Þetta var erfiður tími. Ef hann hefði sagt mér að hann hefði viljað fara í Meistaradeildina, á því augnabliki, til að vera raunsær hefði ég sagt við hann „Ertu að grínast?"

Liðið hefur unnið átta af síðustu tólf leikjum sínum í deildinni.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir