Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís Jane til Angel City (Staðfest)
Kvenaboltinn
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skrifað undir samning við Angel City í Bandaríkjunum. Félagið greindi frá þessu núna rétt áðan.

Sveindís hefur síðustu ár spilað með Wolfsburg í Þýskalandi en hún yfirgaf félagið á dögunum eftir að samningur hennar rann út.

Hún hefur verið orðuð við stór félög á Englandi, eins og Arsenal, Manchester United og Tottenham. En hún valdi að skrifa undir í Bandaríkjunum.

Sveindís skrifar undir samning við Angel City sem gildir til ársins 2027.

„Ég vil vera hluti af stóru félagi sem breytir leiknum og þess vegna ákvað ég að ganga í raðir Angel City," segir Sveindís og bætir við að hún sé mjög spennt fyrir komandi tímum.

Angel City er tiltölulega nýtt félag en það var sett á laggirnar fyrir aðeins fjórum árum síðan í Los Angeles í Kalíforníu. Eigendur félagsins eru í meirihluta konur og þar á meðal eru stór nöfn eins og Natalie Portman og Serena Williams.
Athugasemdir
banner