Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 21:32
Brynjar Ingi Erluson
Tilfinningarnar báru Son ofurliði - Fyrsti titillinn á ferlinum
Mynd: EPA
Heung-Min Son vann sinn fyrsta bikar í atvinnumennsku er Tottenham varð Evrópudeildarmeistari eftir 1-0 sigur á Manchester United í Bilbao í kvöld.

Son hefur margoft komist nálægt því að vinna titil en alltaf hefur vantað örlítið upp á.

Það er líklega ekki hægt að finna leikmann sem á meira skilið að vinna titil en Son. Hann hefur barist með Tottenham í tíu ár, lagt allt í sölurnar og því eðlilegt að tilfinningarnar hafi borið hann ofurliði.

Suður-Kóreumaðurinn hágrét í fögnuðinum áður en hann lyfti bikarnum á loft örfáum mínútum síðar.

Sjáðu Son lyfta bikarnum á loft


Athugasemdir
banner
banner