Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. nóvember 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
„Bellingham eins og blanda af Gerrard og Lampard"
Mynd: EPA

Miðjumaðurinn efnilegi Jude Bellingham hefur fengið mikið lof fyrir frábæra frammistöðu gegn Íran í fyrstu umferð riðlakeppni HM í dag.


Bellingham skoraði fyrsta mark leiksins og stóð sig frábærlega á miðjunni. Hann átti þátt í nokkrum mörkum í 6-2 sigri og sýndi yfirburði sína bæði varnarlega og sóknarlega.

„Enginn miðjumaður sem ég hef spilað með í enska landsliðinu var að gera svipaða hluti og Jude er að gera á þessum aldri," sagði Rio Ferdinand í útsendingu BBC.

„Hann er stórkostlegur leikmaður sem spilar eins og hann sé með mikið meiri leikreynslu en hann raun ber vitni. Ég er ekki að segja að hann eigi eftir að verða betri heldur en bestu miðjumenn minnar kynslóðar en hann er að gera hluti sem þeir voru ekki að gera á hans aldri. Það er stórkostlegt að sjá."

Jermaine Jenas og Danny Murphy voru einnig í myndverinu og tóku undir orð kollega sins.

„Bellingham getur gert allt, hann er eins og frábær blanda af Steven Gerrard og Frank Lampard," sagði Jenas og bætti Murphy svo við: „Þegar maður horfir á hann er auðvelt að gleyma hversu ungur hann er."

England á eftir að spila við Bandaríkin og Wales í riðlakeppninni og er hinn 19 ára Bellingham með fast sæti í byrjunarliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner