Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 21. nóvember 2022 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín Eiríks til Íslendingaliðsins Kristianstad (Staðfest)
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir er komin með nýtt félag. Hún er gengin til liðs við Íslendingafélagið Kristianstad.

Hún skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Þjálfari Kristianstad er Elísabet Gunnarsdóttir og með liðinu spila Amanda Andradóttir og Emilía Óskarsdóttir. Kristianstad hafnaði í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu sem var að klárast.

Hlín ákvað á dögunum að yfirgefa Piteå. Hlín gekk í raðir Piteå frá Val eftir tímabilið 2020 og lék á tveimur tímabilum 39 deildarleiki með liðinu. Í fyrra missti hún talsvert út vegna meiðsla, byrjaði tíu leiki og kom þrisvar sinnum inn á sem varamaður.

Á nýliðnu tímabili blómstraði hún, byrjaði alla 26 leiki liðsins og skoraði ellefu mörk fyrir liðið sem endaði í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en í fyrra. Ellefu skoruð mörk gerði hana að markahæsti leikmanni liðsins.

Hlín er 22 ára gömul og er uppalin í Val. Hún á að baki 22 landsleiki, síðasti keppnisleikur kom árið 2020 gegn Ungverjalandi en hún spilaði svo vináttuleik í fyrra og U23 landsleik í sumar. Hún var í landsliðshópnum fyrir leikina gegn Hollandi og Portúgal í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner