Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. nóvember 2022 13:28
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Írans ætlaði að spila áfram þrátt fyrir heilahristing
Alireza Beyranvand.
Alireza Beyranvand.
Mynd: Getty Images
Nú stendur yfir fyrri hálfleikur í leik Englands og Írans á HM en staðan er enn markalaus. Talsverðar tafir urðu á fyrri hálfleiknum eftir að Alireza Beyranvand, markvörður íranska liðsins, fékk höfuðhögg.

Beyranvand vildi ekki fara af velli þrátt fyrir að vera augljóslega vankaður og nef hans hafði bólgnað út. Eftir nokkra reikistefnu ákvað sjúkrateymi liðsins að leyfa honum að spila áfram.

Leikurinn fór aftur af stað en fljótlega var ljóst að Beyranvand gæti ekki haldið leik áfram og hann bað um skiptingu. Hann hefur væntanlega fengið heilahristing.

Aftur þurfti því að stöðva leikinn og varamarkvörðurinn Seyed Hossein Hosseini kom af bekknum.

Englendingar höfðu verið ógnandi í upphafi leiks en þetta stopp virðist hafa tekið aðeins taktinn úr liðinu.

Ljóst er að það verður drjúgur uppbótartími í fyrri hálfleiknum.
Athugasemdir
banner
banner