Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. nóvember 2022 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Bjargaði mögulega sigurmarki Bale með broti á 100. mínútu
Mynd: EPA

Bandaríkin og Wales skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins.


Bandaríkin voru betri í fyrri hálfleik og tóku verðskuldaða forystu en Walesverjar voru sterkari eftir leikhlé og verðskulduðu jöfnunarmarkið sem Gareth Bale skoraði úr vítaspyrnu á 82. mínútu.

Níu mínútum var bætt við leiktímann og þegar komið var á 100. mínútu leiksins komust Walesverjar í skyndisókn.

Matt Turner, markvörður bandaríska landsliðsins sem er samningsbundinn Arsenal, neyddist til að hlaupa út úr eigin vítateig til að hreinsa í burtu en boltinn barst til Bale sem var við miðjulínuna og mundaði skotfótinn.

Bale ætlaði að skjóta í autt markið á meðan Turner spretti til baka, en honum tókst ekki ætlunarverk sitt vegna brots frá Kellyn Acosta. Acosta var fljótur að hugsa og náði að brjóta á Bale áður en hann hleypti skotinu af og fékk gult spjald að launum.

Einhverjir vildu sjá Acosta fjúka útaf fyrir að ræna upplögðu marktækifæri en það má deila lengi um.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner