Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. nóvember 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate sigursælasti stórmótaþjálfari Englands
Mynd: EPA

Gareth Southgate varð í dag sigursælasti stórmótaþjálfari enska landsliðsins frá upphafi, þegar England vann sinn níunda leik á stórmóti undir hans stjórn.


England rúllaði yfir Íran í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í Katar þar sem lokatölur urðu 6-2 en Southgate sagði eftir leik að sínir menn þyrftu að spila betur en þetta til að vinna mótið.

Southgate er með níu sigra á stórmótum eftir að hafa endað í fjórða sæti með England á síðasta HM og öðru sæti á síðasta EM. Næstur á eftir honum er Sir Alf Ramsey með átta sigra en hann stýrði Englandi til sigurs á HM 1966.

Southgate hefur fengið sinn skerf af gagnrýni þrátt fyrir gott gengi enska liðsins. Væntingarnar sem eru gerðar til liðsins eru miklar enda skartar það stórstjörnu í nánast hverri stöðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner