Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. nóvember 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Túnis syngja ekki um bjór
Mynd: EPA

Það fór í heimsfréttirnar þegar stuðningsmenn Ekvador tóku að heimta bjór í leikhléi opnunarleiks HM í Katar.


Ekvador vann þar flottan 0-2 sigur á heimamönnum en stuðningsmenn voru bjórþyrstir og ósáttir með ákvörðun stjórnvalda í Katar að banna bjórsölu á leikvöngum.

Stuðningsmenn Túnis eru ekki mikið fyrir bjórinn, enda ekki margir múslimar sem leyfa sér að neyta áfengis, en þeir eru hrifnir af öðrum vímugjafa sem þeir sungu um á götum Al Rayyan, þar sem þeir mæta Dönum í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Auk Danmerkur er Túnis með Ástralíu og heimsmeisturunum frá Frakklandi í riðli.


Athugasemdir
banner