Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. nóvember 2022 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Timothy Weah uppfyllti draum föðurs síns, forseta Líberíu
Mynd: EPA

Hinn 22 ára gamli Timothy Weah skoraði eina mark Bandaríkjanna í 1-1 jafntefli gegn Wales í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins.


Weah kom Bandaríkjamönnum yfir í fyrri hálfleik með góðu marki eftir frábæran undirbúning frá Christian Pulisic.

Hann uppfyllti þannig ævilangan draum föðurs sins, George Weah, sem vann Gullknöttinn 1995 og skoraði í heildina 58 mörk í 147 leikjum með AC Milan. 

Weah var landsliðsmaður Líberíu en komst aldrei á HM með þjóð sinni.

Fyrir mótið sagði George frá draumi sínum um að skora á HM og hversu stoltur hann yrði ef hann fengi að upplifa drauminn í gegnum son sinn.

George Weah, sem lék meðal annars fyrir Mónakó, PSG og Manchester City, hefur verið forseti Líberíu í rétt tæplega fimm ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner